

Ég var að skúra gólfið hérna á tjaldstæðinu í nótt, hlustandi á Blood money með Tom Waits og steig nokkur danspor sem ég skúraði gólfinn. Þetta er að mínu mati einn af betri diskum hans, í seinni tíð allaveganna og þá sérstaklega hvað varðar textagerð og sound á plötunni. Fyrr um nóttina hafði ég verið að hlusta á Nick Cave, Boatsman call sem ég líka fáránlega góð plata.
Þegar Blood money var búinn, stóð ég einn í þögninni og studdi mig við moppuna og ég spurði ég sjálfan mig. "Hver mundi vinna í slag, Tom Waits eða Nick Cave?" Þegar stórt er spurt, er oft lítið um svör. Ég mundi eflaust halda örlítið meira með Tom Waits, þar sem ég hef hlustað á hann lengur og hann á sér dýpri rætur í mínu tónlistarhjarta. Samt get ég engan vegin ímyndað mér hver mundi vinna. Síðan rann það upp fyrir mér. Blood money samdi Tom Waits fyrir leikgerð á leikritinu Woyzeck í Kaupmannahöfn. Það er einmitt Nick Cave að gera núna fyrir Vesturport. ITS ON!!!!!!
Okei. Það er kanski fáránlegt að búa til einhvern meting úr þessu en það verður örugglega mjög athyglisvert að bera tónlistina þeirra saman.
Ah fuck it, ITS ON!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
2 ummæli:
...*ahem* heitir reyndar Boatman's Call...reyndar.
(I can't help it, you know that...)
Ég held með Nick Cave!!!! ;P
hver ætli myndi vinna í dance-offi?
Damn þetta eru svo erfiðar spurningar. Nick cave getur massað samhæfða dansinn og heróín hnéin hans eru bara töff.
Hins vegar getur hver maður sem hefur séð Tom Waits dansa, vitnað um það að lífið varð aldrei aftur eins og það var eftir hafa orðið vitni af því.
Ég held líka að þetta sé kanski ekki spurning um hver mundi vinna. Heldur bara að sjá dance batl á milli Tom Waits og Nick Cave. Hversu MAD væri það
Skrifa ummæli