þriðjudagur, ágúst 02, 2005

fíflsflótti og gellan í "dead like me"

Jæja!!!! Bara verslunarmannahelgin búin og svona.
Og ég er að reyna að skrifa eitthvað sniðugt, en OC eru mjög fínir þættir.

Stundum þarf maður helgi til þess að jafna sig á helginni, stundum er bara ekki nóg að mæta í vinnu aðfaranótt þriðjudags eftir fimm daga frí. Ég held að það versta sem getur komið fyrir hinn vinnandi mann er þegar vinnuvikan kemur upp að manni, að óvörum og draumar um vídjó/nammikvöld verða að dufti í huga manns og maður stígur inn í vinnuviku illa sofinn og illa upplagður.

Djöfull er gellan í "Dead like me" fáránlega hot. Ég er að pæla í að niðurhala öllum þáttunum, bara af því að hún er fáránlega hot. Kanski er það samt of langt gengið. Hún er samt fáránlega hot.

Mér var lofað að öll fífl Reykjavíkur myndu yfirgefa höfuðborgina um helgina. Eða kanski var það meira óskhyggja í mér, eða kanski eru fíflin að þróast, farin að fatta að útilegur sucka feitt og það er miklu betra jamm í bænum um verslunarmannahelgina. En málið er bara að ef fíflin fara ekkert, þá er ekkert gaman á jamminu í Reykjavík. Þess vegna er ég á móti fyrirbærum eins og Innipúkanum. Ég fann samt ljós í myrkrinu um helgina. Það eru engir fávitar upp á Langjökkli og þar af leiðandi fullkominn staður fyrir fíflsflótta. Ein önnur fullkomin leið til þess að forðast fífl (og ég nota mjög mikið) er að fara ekki út úr húsi og helst ekki úr rúminu. vopnaður súkkulaðiköku, laptoptölvu and pretty good company, þá átti ég góðan sólarhring á laugardaginn þar sem ég hitti ekki eitt einasta fífl. Á sunnudeginum þurfti ég reyndar að fara á þennan helvítis Innipúka og þar var ég umvafin fávitum og fullt af þeim. Ég var reyndar mjög duglegur við að vera fullur þessa nóttina og man ég lauslega eftir ljósum pungt, þar sem ég og Hannes sátum blindfullir og muldrandi á blautu grasinu á Austurvelli. En eins og allt, hjá þeim sem búa út í rassgati, þá endaði þetta náttúrulega í leigubílaröðinni. Sem betur fer var ég í fylgt með G-unit og gátum við sannfært hvor aðra um að við værum ekki jafn mikklir fávitar og hinir í þessari röð. Ég lít samt á þessa klukkutíma leigubílaröð, sem hápungt helgarinnar. Í þessu forarsvaði Reykvískrar menningar stóðum við. Ég með brjóstsviða frá ógeðispulsu og rommíkóki, ásamt furðulegum harðsperrum í fótleggjunum og almenns biturleika yfir því að þurfa að vera þarna á annað borð. Það gerðist soldið merkilegt þarna í leigubílaröðinni, Þegar röðinn var allveg að koma að okkur og ég leit til baka yfir allan mannskaran, fann ég fyrir stolti yfir að hafa massað alla þessa röð. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir að lífið mitt er það ömurlegt, að það er komið hringinn. Maður tekur svona hugljómunum með jafnaðargeði, kinkar kolli og yptir öxlum, ég er þó allavegana ekki fáviti. Nokkru síðan kem ég auga á Valla, sem var að massa einhverja hot gellu og ég leyfði honum að cutta in line og hann borgaði leigubílinn. Score!!!

Djöfull er samt gellan í "Dead like me" fáránlega hot!!!!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún minnir mig samt of mikið á Hildi Helgu Einhversdóttur sem var í "þetta helst" í Nam. Báðar með svona beyglaðan munn. Ég kann ekki að meta það.

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir alveg getað labbað heim. þá hefðir þú fyrst orðið stoltur. T.d. byrjað á því að gefa öndunum á tjörninni, svo kveikt á kertum í kirkjugarðinum, svo aðstoðað gamla konu yfir gangbraut á Bústaðarveginum, komið svo við í Elliðárdalnum og bjargað ungum dreng frá NAMBLA, haldið svo áleiðis í gegnum Bakka-hverfið þar sem þú aðstoðar Vietnama við dósasöfnun og svo komið í veg fyrir slagsmál í Select við Breiðholtsbraut. Að lokum hefðir þú komið við í bakaríi fyrir foreldra þína sem ættu þá nýbökuð rúnstykki með morgunkaffinu. ÞÁ hefðir þú getað horft um öxl og sagt, ég er ekki eins og hinir fávitarnir sem bíða í röð, heldur vinn ég góðverk þegar að aðrir bíða.

Leifið sagði...

Stundum þurfa gellur bara að vera pínu ófríðar, til þess að vera fáránlega hot.
Hins vegar er þetta rétt hjá þér Sty. Maður gerir ekki nógu mikið af því að gera góðverk. En hvernig er það samt með fólk sem á bágt, getur það líka verið fávitar? Manni nefninlega finns alltaf fólk sem er með NAMBLA vera svo fínt. Kanski er það blekking.

Nafnlaus sagði...

Já, nei. Ég var að meina að Hildar Helgu líkingin væri turn off.

Leifið sagði...

Hildur Helga er turn off, gellan í Dead like me er fáránlega hot.

Nafnlaus sagði...

Hver er Hildur Helga?

Leifið sagði...

Kerlingin sem var með "Þetta helst" í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Hún er með soldið fáránlegan munnsvip.

Nafnlaus sagði...

þessi súkkulaðikaka var GUÐ.

..hef ekki verið söm eftir þetta.