laugardagur, ágúst 12, 2006

Miðnæturregnbogi

Ég var að sópa gólfið fyrir framan afgreiðsluna á tjaldstæðinu. Klukkan var farin að ganga fimm og ég var með blússandi Roy Montgomery á fóninum. Himininn var fallega rauður í sólarupprásinni og allir gestirnir voru sofandi í tjöldunum sínum. Ég fór að taka eftir skringilegum ummyndunum á himninum og gerði mér síðan grein fyrir að þetta var regnbogi sem var að myndast um miðja nótt. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og ákvað að leggja frá mér kústinn, hækka í ipodinum og fylgjast með þessu fyrirbæri. Á hinum enda sjóndeildarhringsins var sólin að koma upp í öllu sínu veldi og himinninn breytti hægt og rólega um lit, frá eldrauðum í ljósbleikan og undir endan skutust bjartir gulir geislar sólarinnar yfir Esjuna og himinninn varð heiðblár á örskotstundu og regnboginn varð eins og neonljós yfir gylltum Snæfellsjökklinum. Nýr dagur var genginn í garð samhvæmt tímatali náttúrunnar og ég dró djúft andann og sagði við Guð í hljóði, "Hey! Þú ert fínn gaur."
Ég hafði ekki fyrr slept hugsununni þegar þessi fáránlega feita þýska kona gekk framhjá mér, óþarflega fáklædd.
Ég fylltist af einhverjum einkennilegum tómleika í bland við óstjórnlega reyði. Ég fór inn og skrifaði "YOU FUCKING ASSHOLE!!!!" á stórt pappaspjald, fór síðan aftur út, gekk út á miðja grasflötina og beindi því upp í loftið.

3 ummæli:

Sunna sagði...

Hey ! Þú ert fínn gaur ! :-*

Nafnlaus sagði...

Fuck you! Fíbbl!

Leifið sagði...

Takk Sunna :) Þú líka.


Þetta er engan vegin búið Guð.
One day!!!!