sunnudagur, október 30, 2005
Ekki lesblindur, bara heimskur
Fyrstu vikuna mína í menntaskóla var ég sendur í lesblindupróf eftir hrikalega frammistöðu í stafsetningarprófi. Þar fékk ég það skriflegt að ég væri ekki lesblindur, bara heimskur. Síðan þá hef ég reynt að bæta stafsetninguna mína og þó það hljómi ótrúlega, þá hafa framfarirnar verið gríðarlegar, þó svo að ég augljóslega eigi langt í land. Ég er eginlega farinn að finnast þetta bara vera fyndið og fynnst það alltaf jafn skemmtilegt þegar öðru fólki finnst það líka. Ég fékk einmitt komment frá honum Friðgeiri um daginn, að yfslilonin mín væru í allgjöru fucki. Ég sem sagt skrifa víst alltaf "Y" þegar ég á ekki að gera það og öfugt. Friðgeir stakk upp á því að ég ætti að gera þetta að trademarki í skrifunum mínum. Mér fannst það frábær hugmynd þangað til að ég fattaði að maður þarf í raun að hafa nokkra hæfileika í stafsetningu til þess að það takist. En fyrst að laxnes mátti gera það, þá hlýt ég að meiga það líka. hann fékk meir að segja nóbelsverðlaun og hver veit nema ég fái þau líka. Nóbelsverðlaun fyrir lélega stafsetningu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Fyrst þegar ég kom inn á þessa síðu ætlaði ég einmitt að gera grín að þér fyrir stafsetninguna, en svo hugsaði ég: "Sjitt, djöfull er ég heimskur, þetta er svo léleg stafsetning að þetta er klárlega grín, eða listrænt tæki. Eins gott að gera ekki grín að Leif, það kæmi illa út fyrir mig."
Hér með geri ég grín að þér.
Heyrðu sjaldan að maður noti orðið "hrottalega", að þá ætla ég að gera það núna. Mér fannst þetta nefnilega hrottalega fyndin færsla. Sérstaklega fannst mér uppgötvunin, með að ætla að gera eitthvað meðvitað rangt (sbr. víxlun y og i) væri í raun mjög erfitt verkefni og þá kominn upp sú staða að þú myndir gera það líka "rangt". En það gæti kannski þá verið trademarkið þitt: Gaurinn sem reynir að víxla i og y og tekst það... stundum. Þú ert snilli, alltaf gaman að lesa!
Hættu bara að nota yfsilon, fáviti!
Skrifa ummæli