Ég fór í langþráða heimsókn til foreldra minna á mánudaginn síðastliðinn. Eftir dýrindis ýsu í rasspi með fersku grænmeti og fetaosti, settumst við fyrir framan sjónvarpið eins og allvöru fjölskilda. Oprah var að sjálfsögðu fyrir valinu þar sem mamma fer með fjarstýringarvöldin í húsinu.
Þessi þáttur var frekar grand, fjallaði um lágstéttar fórnarlömb Katrínar í New Orleans. Við fylgdumst með nokkrum fjölskildum sem höfðu orðið illa úti í fellibylnum og fengum að kynnast þeim og þeirra sögu. Oprah var sjálf í New Orleans og stóð fyrir uppbyggingu á nýju hverfi handa þessu fólki sem hafði orðið illa úti og var fátækt fyrir. Síðan var mikið húllumhæ þegar hún tilkynnti þessum fjölskildum að þau fengju öll nýtt hús til að búa í. Gleðin var mikil, tárin féllu og fólk faðmaðist og þakkaði drottinum, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Þegar liðið var á þáttinn fann ég fyrir tilfinningu sem ég hafði ekki fundið lengi. Eftir smá stund fattaði ég að síðast þegar ég fann hana var ég einmitt líka að horfa á sjónvarpið með foreldrum mínum. Þá var það samt ekki Oprah sem var í imbanum heldur upphafs atriðið í Basic Instingt og ég var 12 ára. Ég var auðvitað sendur í rúmmið þegar mamma og pabbi kveiktu á perunni, hvers konar mynd þetta væri. Ég fór líka glaður í rúmmið. Því hver vill horfa á klám með foreldrum sínum?
En hvernig stóð á þessari tilfinningu hjá mér? Hver er tengingin á milli grátandi blökkumanna og brjóstanna á Sharon Stone? Útskýringin liggur í því að tilfinningaklám getur verið allveg jafn brútal og allvöru klám. Sharon Stone fékk massa mikin pening fyrir að leika í þessari mynd sem að græddi líka massa mikinn pening út af kynlífssenunum. Nú er ég alls ekkert að setja út á það að Oprah sé að hjálpa fólki sem lifir við vosbúð og hallæri en hún er í raun að gera nákvæmlega það sama, þegar framleiðsla þáttanna byggir á því að seyða fram sem mestu væmnina og tilfinningadrama sem um getur, því að það er það sem selur þættina hennar. Nú ætla ég ekki að segja að það sé á kostnað fórnarlambana því að þau eru að fá nýtt hús. Þetta er á kostnað okkar sem þurfa að horfa á þessa væmnisleðju, þetta bölvaða klám.
Ég vill samt taka það fram að ég hef ekkert á móti Opruh. Ég fíla flesta þættina hennar ágætlega, mundi jafnvel ganga svo langt að kalla mig fan. Allveg eins og ég hef ekkert á móti flestu klámi. Það sem ég er hins vegar á móti, er að vera settur í þá aðstöðu að þurfa að horfa á klám með foreldrum mínum.