
Ég var að horfa á fréttirnar um daginn og sá þar umfjöllun um ástandið í Mósambík. Fréttin hefði náttúrulega getað sagt, "það suckar að búa í Mósambík" og engra frekari útskýringa væri þar þörf á. En það er víst eitthvað stirt stjórnmálaástand þarna og fréttamyndirnar sýndu frá fjöldamótmælum á aðaltorgi Mogadisjú borgar. Yfirleitt fara þessar fréttir inn um eitt augað og út um hitt en þarna fremst í mannfjöldanum hélt maður á skilti sem gleipti athyglina mína. "The Somali goverment can go to the hell!!!" Augljóslega var þarna á ferðinni málfræðivilla sem ber vott um lélegt menntakerfi Sómalíu. Eða hvað? Var þarna á ferðinu maður sem er augljóslega ekki nógu sleipur í enskunni eða var þetta þaul hugsað bragð til að ná einnar sekúntu athygli heimsbygðarinnar. Ég er augljóslega í engri stöðu til að dæma um það en samt sem áður er það staðreind að þetta slogan "The somali goverment can go to the hell" er búið að vera fast í hausnum á mér síðan ég sá þessa frétt og óhjákvæmilega hef ég í kjölfarið leitt hugan af því hversu ömurlegt það hlýtur að vera að búa í þriðjaheims ríki. Þegar maður pælir í því, þá er mikklu sterkara að setja greinir á orðið helvíti, þegar maður notar það. Farðu í helvítið." Ekki bara eitthvað helvíti, heldur helvítið. HELVÍTIÐ.
Annars er ég búinn að vera sitjandi hérna í alla nótt. Á aðan horfði ég á Event Horison sem var í ríkissjónvarpinu á meðan ég hámaði í mig kjúkklingapottrétt sem mamma eldaði fyrr um kvöldið. Alltaf gaman þegar maður sér ekki muninn á matnum sem maður er að borða og myndarinnar sem maður er að horfa á.
Í kjölfarið á þessu öllu saman, hef ég soldið verið að reyna að pæla í helvítinu. Ekki helvíti, heldur HELVÍTINU. Nú er ég ekki fæddur í þriðjaheimsríki, ég fæ borgað fyrir að horfa á hrillingsmyndir og að blogga, þetta er síðasta vaktin mín í bili og ég er áleiðinni í 5 dagafrí og ég ætla að vera fullur á morgun. Þessar staðreyndir gera allar vangaveltur um helvítið soldið erfiðar eða öllu heldur grunnar og bitlausar. Það er fucking sweet að vera ég og eftir rúmmlega 12 klukkustundir ætla ég að vera fullur. Ég held að ég salti þessar vangavelltur for a rainy day.