fimmtudagur, október 26, 2006

Eins og þeir sem þekkja mig betur en aðrir vita, þá bý ég í gömlu bárujarnsklæddu timburhúsi á efstu hæð. Það brakar og marrar í öllu þegar maður gengur um og þegar hurðum er skellt þá nötrar allt húsið. Ef þið haldið að ég sé að kvarta þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Mér finnst þetta vera huggulegt tilbreyting við sálarlausu steinsteipuhúsin. Við erum með þessa fínu þvottavél inn á baðherbergi hjá okkur og það er óskrifuð regla að það má bara nota hana á daginn því að húsið skellfur þegar hún er í gangi.
Hins vegar gerðist það um daginn að þessi regla var brotin. Ég kom heim seint að kvöldi eftir erfiðan dag í skólanum, dauðþreyttur bæði á líkama og sál. Ég fór inn á klósett til að pissa og þegar ég stóð þarna fyrir framan postulínið var þvottavélin farin að vinda þvottinn. Gólfið á baðherberginu víbraði eins og illa stilltur traktor í lausagangi og ég fann undarlega róandi tilfinningu skríða upp lappirnar á mér. Þegar ég var búinn að ljúka mér af og sturta niður, slökti ég ljósin og lagðist hugsunarlaust niður á víbrandi gólfið og lokaði augunum. Þarna lá ég í myrkrinu á hlýja viðargólfinu og slökkti á huganum á meðan gólfið hrissti ljúfum straumum upp í bakið á mér, vælið frá þvottavélinni við hliðina á mér var sem hin ljúfasti söngur og ég fann fyrir djúpstæðum innri friði. Eftir Það sem að virtist vera sem heil eilífð, hætti þvottavélin að vinda og ég opnaði augun, stóð upp og kveikti ljósinn.
Án efa er þetta kjánalegasti hlutur sem ég hef nokkurntíman gert á æfinni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alls ekki kjánalegt hjá þér, kjáni. Þú hefur gert margt kjánalegra en þetta. Þú varst einfaldlega bara að láta undan djúpstæðri og sammannlegri þrá okkar allra um að snúa aftur í móðurkvið.

Nafnlaus sagði...

þokkalega.... eins og t.d. þegar þú lamdir sjálfan þig í hausinn með rommglasi á ítalíu... það var kjánalegra.... kjánalegra en samt fokking töff...

Leifið sagði...

Já. Það VAR kjánalegt.

Sunna sagði...

jei ! Rantið þitt er priceless. Þú mátt ekki láta mig bíða svona lengi - ég sakna þín nóg in real life... I need you in cyberspace.