þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Big Brofa

Ég eins og flestir Íslendingar sem þurfa að mæta í vinnu á hverjum virkum degi, eyði dágóðum tíma í það að komast á vinnustaðinn minn, sem er nú staðsettur uppá höfða. Er ég ferðast um dymm stræti stórborgarinnar, hvort sem það er í strædó eða á einkabílnum þá rek ég alltaf augun í hitamælina/klukkurnar sem eru staðsett á víð og dreif um borgina. Mér hefur alltaf funndist þetta vera frábært framlag frá yfirvöldum. Að geta séð hvað klukkan er og hvað það er heitt úti. Er ég að vera of seinn í vinnuna eða er í allvörunni svona kalt úti? Svo getur maður mætt í vinnunna og litið út fyrir að vera gáfaður með því að vita hvert hitastigið er. Frábært!! Það eru svona hlutir sem hafa látið mér líða vel með það að borga skatt af þeim litlu launum sem ég fæ. Skattpeningarnir mínir fara í svona hluti sem létta okkur öllum lífið og þar sem ég hef alltaf talið mig vinstrisinnaðann gaur, þá hef ég fyrir löngu sætt mig við að borga háann skatt.
Síðan fattaði ég fyrir stuttu að allir þessir hitamælar/klukkur eru staðsettar á auglýsingaskiltum. Þeir eru ekki á vegum borgarinar heldur auglýsingastofum sem nota þessi tæki til að fanga athygli okkar, til þess að reyna að selja okkur eitthvað sem við þurfum ekki, eins og fuckings viðbótarlífeyrissparnað. Þessi tæki eru Davíð Oddson í dulargerfi Steingríms J Sigfússonar. BASTARDS!!!!! Ég hef lifað í ligi öll þessi ár.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Paris is burning: '68/'05
Via Roger Simon , an incredible page of links to photos of the destruction coming out of the riots in France, mainly in the outer Paris suburbs.
Your blog is soo great.. I'm definitely going to bookmark you!

I have a

weight loss pill
site/blog. It pretty much covers weight loss pill related stuff.

Come and check it out if you get time :-) Im waiting...

Nafnlaus sagði...

viðbótarlífeyrissparnaður er töff. Sparnaður til langs tíma, sleppir því að borga skatta af þessum pening sem flyst til lífeyrissjóðssins. Borgar mánaðarlega 20.000 kr. í viðbótarsparnað, en ef þú fengir þann pening útborgaðan þá væri það ekki nema 13.000 kr ! En ef þú ert viss um að drepast áður en þú verður 65 ára þá er ekkert vit í þessu.