þriðjudagur, júní 05, 2007



Ég skil eginlega ekki af hverju ég ætla að tala um þetta reykingarbann. Þetta málefni varð þreytt fyrir nokkrum árum síðan. Sú staðreynd að þetta bann er komið hingað breytir víst litlu um það. Satt best að segja þá nenni ég ekki að gera mikið mál úr þessu í hausnum á mér. Fólk sem talar um frelsisskerðingu og fasisma sér líklegast ekki frelsisskerðinguna að vera háður tópaki og þeir sem að reykja ekki eru náttúrulega bara fávitar.Það sem ég hins vegar tók eftir um þessa fyrstu reykingarlausu helgi var það að ég var of fullur til þess að taka eftir þessu reykingarbanni. Ég bara ellti alla út til þess að reykja án þess að pæla í því. Það sem ég komst að eftirá var að allir lúðarnir voru eftir inni á stöðunum og það var ekkert gamann inni á þeim. Það er bara staðreynd að svalt og skemmtilegt fólk reykir og vill reykja. Fyrst að staðan er orðin svona legg ég til að reykingarmenn finni sér einhvern annan vettvang til þess að vera svalir og skemmtilegir með sígó í hönd. Gæti þar bennt á kricket eða jafnvel fluguhnýtingar. Svo mikið er víst að ég mun ekki hanga með reyklausum lúðum á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgar, ekki sjens í helvíti.

þriðjudagur, maí 22, 2007

"If you tolerate this........."



Haldið þið að Leifið hafi ekki bara verið neitað um vinnu vegna þessarar bloggsíðu sem þið eruð að lesa núna. Vissulega pirrandi hlutur en þýðir samt sem áður tvo mjög skemmtilega hluti. Í fyrsta lagi er einhver að lesa bloggið mitt og í öðru lagi hlýt ég að vera að skrifa eitthvað af viti. Nema náttúrulega að stafsetningin mín fari eitthvað fyrir brjóstið á fólki en einhvernvegin efast ég um það.
Í fyrsta skiptið á æfinni hef ég þurft að spá virkilega í því hvernig ég ætla að taka á ritskoðun og málfrelsinu á mínum heimavelli og niðurstaðan er augljós. Ég neita að láta þá staðreynd, að miðaldra fólk skilur ekki kaldhæðni, hafa áhrif á það sem ég skrifa. Hinsvegar ef þú ert í þeim hópi og ert að lesa bloggið mitt þá býð ég þig velkomin í the amazing world og the Leif. Ég hef oft spáð í það hvað manneskju sem skilur ekki kaldhæðni finnst um bloggið mitt og mig sem manneskju. Hins vegar er það óhuggnarleg staðreynd að fólkið með völdin í samfélaginu er fólk sem skilur ekki kaldhæðni, kanski að þar liggi ástæðan fyrir mörgu af því sem betur mætti fara.
Réttur okkar til að kalla hvert annað hálvita online eru dýrmæt mannréttindi sem við þurfum öll að standa vörð um. Réttur okkar til þess að geta bullað og skáldað um okkar tilveru er eitthvað sem við verðum að berjast fyrir. Óvinurinn er augljóslega miðaldra fólk sem skilur ekki kaldhæðni. Nú reyni ég eftir bestu getu að vera ekki pólitíska típan en þetta er hins vegar fasismi sem enginn ætti að sætta sig við.

föstudagur, apríl 13, 2007


Vertu sæll vinur.

sunnudagur, mars 18, 2007

Það eru tvo orð sem ég er kominn með ógeð á. Þessi orð bera ef til vill vitni um það hversu siðspillt og úrkynjar umhverfið sem ég lifi og starfa í er og hefur verið síðustu mánuði.
Fyrsta orðið er cannona. Annað byrtingarform þessa orðs er "að cannonísera". Hitt orðið er "kagófónía" Mér þykir leiðinlegt að þurfa að viðurkenna að ég viti hvað þessi orð þýða en ég ætla ekki láta uppi hér og bið ég þá sem vita hvað þau þýða að halda því fyrir sjálfa sig. Við viljum ekki að þessi orð komist í almenna notkun. Þvílíkur viðbjóður það yrði.
Fræðimannalingó er hrikalegasti hlutur í heimi. Þetta er tæki hina menntuðu til að gera lítið úr hinum ómenntuðu. Sannleikurinn er hins vegar sá að fólk sem notar orð eins og kagófónía hefur ekkert að gera við menntunina sína nema að nota fínu orðin sem þau lærðu í almennu tali. Þeir sem ekki vita af þessu, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, geta átt það á hættu að finnast þeir vera heimskir eða illa upplýstir. Sannleikurinn er hins vegar sá að þarna eru yfirleitt svik í tafli og manneskja sem ekki er vart að tala við.
Þannig að ef þú heyrir einhvern segja orðið kagófónía eða cannóna, ekki hika við að sparka í punginn á þeim sama og útskýra fyrir fólkinu í kring að þarna hafi verið á ferðinni loddari sem átti pungsparkið skilið.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Ég er dottinn úr gírnum. Ekki lengur inn the zone. Of mikið að pæla í að gera hluti sem eru sannir en ekki kaldhæðnir. Þess er heilaþvottur menntastofanna megnugur. Ég er kominn aftur á þennann hrikalega stað. Þessi staður sem enginn vill vera á í lífinnu. Að vera að afsaka bloggleysi síðustu mánuði. Af hverju gerir fólk þessa hluti...........

Nei ég ætla ekki að pósta þessu. Þetta er of mikið væl. Ég vill ekki að fólk haldi að ég sé eitthvað þunglindur þegar ég er einungis þunnur eftir virkadagsbjórdrykkju. Það er náttúrulega tótally lame að sýna veikleika. Nema að maður setji þá í skemmtilegt samhengi. Þá hugsar fólk; "Djöfull er hann sniðugur þótt hann lifi augljóslega vonlausu lífi." Þjáningunni er fundinn tilgangur og breytt í sniðugt blogg. Svona eins og að skýra krabbameinið sitt Stína og gefa út bók.

Ég gæti kanskri skrifað það fyrsta sem mér dettur í hug.
Hvað er málið með yfirvaraskegg, það er fáránlega erfitt að stafsetja það orð. Ekki veit ég af hverju en það er það bara. Reyndar eru yfirvaraskegg fáránlega töff, hornsteinn menningar okkar, það sem skylur okkur frá dýrunum, skilur okkur frá konunum, það sem stendur fyrir allt það sem sem sem sem sem sem sem sem sem sem sem er ekki á skjön við sólóista í menningarlegum undirleik við sínar og skeiðarbólgur á mismunandi tímapunktum ókei þetta er tótally gay.

Ég skil ekki hvernig þetta getur nýst nokkrum manni. Ég ætti kanski bara að hæta þessu. Bíða þangað til að mér dettur eitthvað sniðugt í hug að skrifa hérna og hlýfa ykkur þessu pómó kjaftæði.
Gleymið því bara að hafa lesið þetta.

föstudagur, febrúar 23, 2007

Sönn saga úr samtímanum



Sólin rís yfir sléttum Afríku og vekur íbúa í dæmigerðu afrísku þorpi. Vekur það er að segja þá sem voru ekki þegar vaknaðir út af eigin garnagauli. Verkaskiptingin í þorpinu er í senn ströng og íhaldsöm. Konurnar fara að sækja vatn fyrir heimilið. Vatnsbrunnurinn sem þorpið notast við er í fimm klukkustunda göngufjarlægð og er þar af leiðandi heilt dagsverk að sækja það. Vitaskuld er því þannig fyrirkomið að þau taka börnin með sér, annað væri bara bjánalegt. Karlarnir eru eftir í þorpinu og safnast saman hjá matarbyrgðunum sem rauði krossinn kemur með reglulega. Þar sitja þeir allan daginn og gera sem minnst. Ein PS tölva mundi gera þetta fullkomið en þrátt fyrir að hún sé ekki til staðar er þetta frekar sweet líf fyrir þá.
Þessi dagur reynist viðburðaríkari en aðrir dagar. Hópur af bleiknefjum riðst inn í þorpið á bílum og þungavinnuvélum. Höfðinginn fær þær útskýringar að vegna höfðingskapar vesturlandabúa sem voru í jólaskapi fyrir tveim mánuðum síðan, verður borað fyrir vatni inn í miðju þorpinu. Þorpsbúar sjá fyrir sér ómetanlega hagræðingu vegna þessa þar sem konurnar þurfa ekki lengur að eyða deginum í það að sækja vatn. Geitum er slátrað og veisla haldinn á meðan bleiknefjarnir vinna baki brotnu við að bora í jörðina.
Bleiknefjarnir virðast vita hvað þeir eru að gera og fyrr en varir er vatnið farið að flæða á þessum annars þurra stað. Þegar sólin rís næsta dag eru allir glaðir og bjartsýnir. Karlarnir safnast saman hjá matarbyrgðunum sem rauði krossin heldur áfram að senda þeim og konurnar fara að sækja vatn og eru komnar aftur eftir fimm mínútur.
Gleðin og bjartsýnin er fljót að kverfa fyrir kvennmansnöldri og barnsgráti. Þessi annars hógværi og friðsæli lífstíll sem þessir menn höfðu tileinkað sér er í stórhættu. Ásakanir um leti og framtaksleysi dynja á þeim eins og popups á dúbvíus klámsíðu af kvennanna hendi. Þorpshöfðinginn boðar til leinilegs fundar fyrir valdamesstu menn þorpsins. Þeir ræða og spekúlera fram á rauða nótt og þegar sólin rís aftur næsta dag er búið að fylla aftur upp í nýja brunninn og konurnar þurfa aftur að fara í langferðina með börnin í leit að vatni. Karlarnir taka gleði sína á ný og njóta kverrar einustu mínútu af rónni og þögninni sem þeir héldu að þeir höfðu glatað.
Sú spurning vaknar þegar maður heyrir þessa sögu, hvort maður eigi að hneykslast eða hlægja. Dæmi það hver fyrir sig en það mikilvægasta í þessu er augljóslega að redda sér miðum á Totó í höllinni.

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Im not a..............



Mér hefur alltaf fundist Britney Spears vera fínn gaur og hef reynt að fara ekki leint með þessa skoðun mína án þess þó að pretika hana við hvert tækifæri. Þetta er bara einn af þessum hlutum sem maður verður að sætta sig við. Hversu hipp og kúl, hversu avant garde, hversu in with the crew maður þykist vera þá kemur að þeirri stundu í lífi hvers manns að viðurkenna að hann fíli Britney Spears. Það er enginn ónæmur fyrir grípandi sænskum færibandalagasmíðum auk þess sem stelpan er frekar hugguleg. Mér finnst einnig gott til þess að vita að á meðan ég er að lesa slúðrið um hana þá er ég ekki að lesa alvöru fréttir sem gera mig bara þunglyndann.
Britney Spears er fínn gaur.
Ég hef sjálfur mest gaman af lögunum hennar. Ops I did it again, Crazy og Toxic eru allt dæmi um eðal sænskann útflutning sem gefur IKEA og handsprengjum ekkert eftir. Ég held að allir getir verið sammála mér í því.
Það er hins vegar eitt lag með henni sem ég hata jafn mikið og ég elska hin. Ég hef reynt að horfa framhjá því í gegnum tíðina en raunin er sú að ég fæ þetta lag meira á heilann heldur en hin lögin hennar og þetta virðist gerast við hinar fáránlegustu aðstæður.

Ég var staddur í bankanum mínum um daginn og var að ræða við þjónustufulltrúa um einhverja villu sem virtist vera á heimabankanum mínum. Þjónustufulltrúinn byrjaði á því að hringja í tæknideildina og sagði að hjá henni væri maður sem væri með villu á heimabankanum sínum. Mér fannst þetta orðaval hjá henni vera örlítið furðulegt þó svo ég hafi heyrt það áður. Tæknideildinn sagði þjónustufulltrúanum að hringa í reikningsdeildina sem hún og gerði. Þá sagði hún að hjá henni væri strákur sem væri með villu inn á heimabankanum.
Þá byrjaði lagið að óma í hausnum á mér.
"Þetta er svo gay!!!" Hugsaði ég með sjálfum mér.
Lagið byrjaði að óma hærra og hærra í höfðinu mínu.
"Það er svo gay að fá þetta lag á heilann í þessu samhengi." Reyndi meðvitundin að öskra yfir laglínuna í höfðinu mínu.
Ég hljóp út úr bankanum í umferðarniðinn sem náði að yfirgnæfa röddina hennar Britney sem hafði yfirtekið huga minn.
Ég gekk út í skammdegið ósáttur með undimeðvitundina mína.