þriðjudagur, júní 05, 2007



Ég skil eginlega ekki af hverju ég ætla að tala um þetta reykingarbann. Þetta málefni varð þreytt fyrir nokkrum árum síðan. Sú staðreynd að þetta bann er komið hingað breytir víst litlu um það. Satt best að segja þá nenni ég ekki að gera mikið mál úr þessu í hausnum á mér. Fólk sem talar um frelsisskerðingu og fasisma sér líklegast ekki frelsisskerðinguna að vera háður tópaki og þeir sem að reykja ekki eru náttúrulega bara fávitar.Það sem ég hins vegar tók eftir um þessa fyrstu reykingarlausu helgi var það að ég var of fullur til þess að taka eftir þessu reykingarbanni. Ég bara ellti alla út til þess að reykja án þess að pæla í því. Það sem ég komst að eftirá var að allir lúðarnir voru eftir inni á stöðunum og það var ekkert gamann inni á þeim. Það er bara staðreynd að svalt og skemmtilegt fólk reykir og vill reykja. Fyrst að staðan er orðin svona legg ég til að reykingarmenn finni sér einhvern annan vettvang til þess að vera svalir og skemmtilegir með sígó í hönd. Gæti þar bennt á kricket eða jafnvel fluguhnýtingar. Svo mikið er víst að ég mun ekki hanga með reyklausum lúðum á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgar, ekki sjens í helvíti.

Engin ummæli: