Menn á rándýrum BMW´um eru að spila æ sterkari þátt í mínu lífi. Enda er ég einhverra hluta vegna alltaf að svína á þá og gefa þeim fingurinn. Ég lennti í einnhverri þeirri furðulegustu lífsreynslu sem ég hef lennt í á æfinni í gær. Ég var að keyra á bíl í seljahverfinu og tókst að svína svona svakalega á þennann svarta BMW. Hann stóð á flautunni fyrir aftan mig, þannig að ég sá ekki annað í stöðunni heldur en að gefa honum fingurinn. Hann hefur tekið þetta eitthvað mikið inn á sig, þar sem hann ellti mig þangað til að ég stoppaði. Hann ættlaði að rífa upp hurðina hjá mér en þar sem ég er vanur í gettóinu þá var hurðin hjá mér læst. Við rifumst í dágóða stund eins og fávitarnir sem við vorum. Ég, fávitinn fyrir að svína á hann og gefa honum fingurinn og hann fyrir að hafað flautað eins og fáviti. Þetta samtal endaði á því að hann fór aftur í bílinn sinn og keyrði í burtu, örugglega hundfúll að ég hafi verið með læsta hurðina svo hann gat ekki lamið mig. Ég eyddi næsta hálftímanum í að hlægja að þessu skemmtilega atviki. Þangað til að ég þurfti að fara í hús með sendingu.......... og hver haldiði að hafi komið til dyra. Þetta var náttúrulega allt of fyndið, þannig að við stóðum þarna og hlógum eins og fávitarnir sem við vorum og erum væntanlega enn.